- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
HK-ingarnir og strandblaksstjörnurnar þær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir hafa staðið sig stórkostlega frá því að strandblaksmótaröð 2021 byrjaði í Danmörku.
Fyrsta mótið, Århus Challenger, var haldið um miðjan maí. Stelpurnar unnu fyrsta mótið og tryggðu sér með því sæti í efstu deild á næsta móti, Copenhagen Master. Á Copenhagen Master unnu stelpurnar úrslitaleikinn 2:0 og unnu þar með annað mótið í röð. Viku eftir Copenhagen Master var mótið Odense Master sem gæti talist vera á heimavelli stelpnanna þar sem þær búa og æfa í Odense. Stelpurnar fóru enn og aftur alla leið í úrslit þar sem þær mættu æfingafélögum sínum og danska landsliðsparinu Line Trans Hansen og Clöru Windeleff. Úrslitaleikurinn fór í oddahrinu en endaði á sigri Berglindar og Elísabetar. Vert er að taka fram að Master-mót eru stærstu mótin og gefa flest stig í stigakeppni sumarsins.
Berglind og Elísabet hafa því unnið öll þrjú mótin í röð í strandblaksmótaröðinni í Danmörku og safnað sér helling af stigum. Þær munu spila á strandblaksmóti í Skotlandi helgina 4.-6. júní ásamt öðru íslensku strandblakspari þeim Thelmu Dögg Grétarsdóttur og Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur.
Það er hægt að fylgjast með þeim á instagram og facebook síðum þeirra:
HTTPS://WWW.INSTAGRAM.COM/ICEBEACHVOLLEY/
HTTPS://WWW.FACEBOOK.COM/EINARSDOTTIRJONSDOTTIR
Upplýsingar voru sóttar af síðunni blakfréttir.is