BYRJENDABLAK - Vornámskeið 2022Vornámskeið í byrjendablaki hefst 2. febrúar. Námskeiðið verður haldið í Fagralundi, Kópavogi, á miðvikudögum frá kl. 20:30-22:00, í 15 skipti alls. Leikmenn meistaraflokks karla munu sjá um þjálfunina.

Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á blakdeildhk@gmail.com, merkt BYRJENDABLAK 2022, þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Námskeiðið kostar 30.000 kr. Fjöldinn takmarkast við 15 iðkendur. Skráningafrestur er til þriðjudagsins 1. febrúar.

Athugið að með því að skrá sig á námskeiðið þá er verið að skuldabinda sig til að greiða heildarupphæðina.

Að gefnu tilefni þá verður séð til þess að öllum gildandi sóttvarnarreglum verði fylgt. Ef til þess kemur að fella þurfi niður tíma þá mun deildin bæta upp fyrir það með öðrum tímum seinna.