COVID19


Kæru iðkendur/ aðstandendur


Smitum fjölgar hratt þessa dagana og veiran nokkuð nær okkur en undanfarið. Nokkuð hefur borið á því að einstaklingar (bæði aðstandendur og iðkendur) í smitgát hafi mætt á æfingar og á aðra viðburði. Viljum við því brýna fyrir okkar fólki mikilvægi þess að fylgja reglum og viðmiðum um sóttvarnir og sér í lagi smitgát.

Þótt smitgát sé ekki formlega skipuð sóttkví er engu að síður mikilvægt að sýna aðgát og æskilegt er að forðast mannmarga staði að óþörfu og sleppa fjölmennum viðburðum. 

Við viljum hvetja fólk til þess að sýna aðgát og samfélagslega ábyrgð.  Að því sögðu þá munum við ekki meina iðkendum í smitgát að mæta á æfingar en óskum þó eftir því að  einstaklingar í smitgát bíði með að mæta á æfingar þar til eftir neikvætt fyrsta hraðpróf og að því gefnu að einstaklingur sé einkennalaus með öllu.

Einnig viljum við biðja aðstandendur, eldri iðkendur og aðra þá sem koma inn í íþróttahús HK um að bera grímur á göngum.

Að lokum viljum við hvetja iðkendur til þess að dvelja ekki að óþörfu í húsinu svo blöndun og skörun hópa sé sem allra minnst. Eru tilmæli þessi sett fram vegna þess hve erfitt hefur reynst að halda utanum og greina þörf fyrir smitgát og sóttkví.

Við vitum öll hve íþyngjandi og lýjandi þetta ástand er en við höfum fulla trú á að saman verði baráttan unninn!

Virðingarfyllst,