Fimm leikmenn HK í U19 blaklandsliði kvenna

_
 
Um helgina var keppt í Smáþjóðamóti U19 í blaki á Laugarvatni.
Auk Íslands tóku þátt á mótinu U19 landslið Færeyja, Gíbraltar og Möltu. 
 
Íslenska liðið stóð sig mjög vel um helgina og vann alla leiki sína á mótinu. 
 
Við eru afar stolt af því að eiga hvorki meira en minna en fimm fulltrúa HK í liðinu.
 
Það eru þær Líney Inga Guðmundsdóttir, Arna Sólrún Heimisdóttir, Heba Sól Stefánsdóttir, Sóldís Björt Blöndal og Helena Einarsdóttir sem stóðu sig allar með miklum sóma um helgina.
 

Áfram Ísland, áfram HK!