Lejla Sara út í atvinnumennsku


Lejla Sara er uppalinn HK-ingur og mjög efnileg blakkona!

Hún hefur verið í meistaraflokki HK seinustu þrjú tímabil og gert góða hluti þar en hún var meðal annars valin efnilegasti leikmaður mizunodeildar kvenna á þessu ári.

Lejla er einungis 16 ára gömul og hefur nú skrifað undir fimm ára samning hjá liðinu Volero Zurich sem spilar í efstu deild í Sviss. 

Við viljum óska Lejlu til hamingju með þetta stóra skref og hlökkum mikið til að fylgjast með hennar ferli!

 

 

  

 


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR