Frábær árangur borðtennisdeildar í deildakeppnum vetrarins

_

Um sl. helgi kláraðist deildarkeppni Borðtennissambands Íslands þegar síðasta umferðin var leikin.

HK áttu lið í fyrstu , annarri og þriðju deild og stóðu öll lið sig með mikilli prýði.

Fyrstudeildar liðið endaði í fjórða sæti og leikur í úrslitakeppni í apríl þar sem andstæðingarnir verða Deildarmeistarar Víkinga. HK átti tvö lið í annarri deilld og stóðu þau sig frábærlega, HK-B unnu deildina örugglega og töpuðu aðeins einum leik allt tímabilið og leika í úrslitakeppni í apríl gegn liði Akurs frá Akureyri. C-lið HK lék í sömu deild og endaði í þriðja sæti og leikur C-liðið gegn bliði Víkinga í úrslitakeppni í apríl. D-lið HK lék í suðvesturriðli þriðju deildar og endaði í fjórða sæti deildarinnar.

Frábær árangur sem Hk ingar geta verið stoltir af!

Lið Hk skipa eftirtaldir leikmenn;

A lið

Bjarni Þorgeir Bjarnason

Björn Gunnarsson

Óskar Agnarsson

B lið

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson

Reynir georgsson

Victor Berzoi

Örn Þórðarson

C lið

Amid Dereyat

Björgvin Ingi Ólafdsson

Hákon Atli Bjarkason

D lið

Arnór Jón Hlynsson

Darian Kinghorn Robertsson

Kristinn Jónsson

Sigurjón Ólafsson

Þjálfari Hk

Bjarni Þorgeir Bjarnason