Árskortasala knattspyrnudeildar HK

Árskortasala knattspyrnudeildar er í fullum gangi.

Miðarnir eru seldir á tix.is þetta árið.

Með því að ýta hér getur þú nælt þér í kort og tryggt sæti í Kórnum á leikjum liðsins í sumar. 

Þetta árið eru 4 týpur af kortum. Kortin gilda bæði á leiki kvenna og karlaliðs HK.

Árskort fyrir 16 til 25 ára
Verð kr. 6.990 –  Forsöluverð kr. 4.990 

Árskort
Verð kr. 14.000 – Forsöluverð kr. 9.900.    

Fjölskyldukort
Fjölskyldukort gildir fyrir 2 fullorðna og 2 sem eru 16-20 ára.
Verð kr. 26.500 – Forsöluverð kr. 19.000.  

Hollvinakort
Hollvinakortið veitir auk þess aðgang í VIP-ið klukkustund fyrir leik í Pepsi Max deildinni.  
Fyrir leiki í Pepsi Max deildinni er boðið upp á léttar veitingar.
Verð kr. 30.000 – Forsöluverð kr. 25.000 

Sjáumst í Kórnum í sumar.

Áfram HK!