Aukið framboð námskeiða í sumar

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að okkur hefur tekist að bæta við úrval sumarnámskeiða. Viðbótin felst í að bjóða upp á fjölgreinanámskeið eftir hádegi, frá kl. 13:00-16:00 vikuna 18. - 21. júní. Unnið er hörðum höndum að því að manna fleiri námskeið.

Ástæðan fyrir því að okkur hefur ekki tekist að bjóða upp á fleiri námskeið undir fjölgreinanámskeið (áður íþróttafjör og íþróttir og útilíf) er fyrst og fremst að ekki tókst að manna námskeiðin í tíma og einnig sú staðreynd að námskeiðin hafa ekki verið nægilega vel sótt síðustu ár. Að sama skapi tókst okkur ekki að haga úrvali stakra námskeiða þannig að hægt væri að velja úr um tvö námskeið fyrir hádegi og tvö námskeið eftir hádegi. Á því verður unnin bót fyrir næsta ár.

Aftur á móti er ekki verið að draga úr faglegu starfi eða gera minna úr þeim námskeiðum sem í boði eru og erum við sérstaklega ánægð með að bjóða upp á, í fyrsta sinn, fjölgreinanámskeið í ágúst (heill dagur + heitur matur) þar sem þátttakendur fá að kynnast stórum hluta af því úrvali sem HK hefur upp á að bjóða, ásamt útiveru og fjölbreyttum leikjum. Við höfum nú náð að manna allar stöður með frábærum leiðbeinendum á þeim námskeiðum sem eru í boði og hlökkum gríðarlega til að taka á móti hressum og áhugasömum iðkendum í sumar.

Með sumarkveðju,

Arnór Ásgeirsson
Íþrótta- og markaðsstjóri HK
arnor@hk.is