Breytingar á aðalstjórn HK

Pétur Örn Magnússon hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður aðalstjórnar HK en Pétur hefur verið formaður HK frá 2021. Fram að næsta aðalfundi mun Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, varaformaður HK, gegna formennsku í félaginu. Þess má geta að Árnína verður fyrsta konan til að gegna formennsku aðalstjórnar HK. HK þakkar Pétri fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.