Flottir fulltrúar okkar í kvennalandsliðinu í blaki

Um helgina spilaði íslenska kvennalandsliðið æfingaleik á Öldungamótinu gegn Færeyjum sem fjáröflun fyrir Silver League. Ísland vann 3-1 og þar eru 5 leikmenn sem spila í meistaraflokki HK, 4 uppaldir HK-ingar sem spila erlendis og Massimo og Bryan sem þjálfa í HK. Eftir viku byrjar Silver League og fyrsta helgin verður á Íslandi þar sem kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi en karlalandsliðið spilar gegn Ísrael og Færeyjum.

#liðfólksins