- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Handknattleiksfélag Kópavogs
- Happdrætti 2025
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Handknattleiksfélag Kópavogs heldur upp á 56 ára afmæli í dag, 26. janúar 2026!
Félagið var formlega stofnað þann 26. janúar 1970, þegar átta strákar úr Kársnesskóla ákváðu að stofna handknattleiksfélag í Kópavogi — og síðan hefur félagið vaxið og dafnað á öllum sviðum íþróttalífsins í bænum.
HK byrjaði sem handboltafélag og hefur í gegnum árin byggt upp öflugt og fjölbreytt starf í handbolta, knattspyrnu, blaki, borðtennis, dansi, bandý, íþróttaskóla og hlaupahópum. Megináhersla HK hefur ávallt verið lögð á öflugt barna- og unglingastarf, metnað og jákvæðan félagsanda. Félagið hefur verið mikilvægur hluti af íþrótta- og samfélagslífi í Kópavogi og alið af sér fjölda iðkenda, þjálfara og sjálfboðaliða sem hafa lagt sitt af mörkum til íslensks íþróttalífs.
Frá litlum upphafsflokki hefur HK orðið að einu öflugasta og fjölbreyttasta íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu — Allt byggt upp með dugnaði sjálfboðaliða, öflugu teymi starfsfólks, iðkenda og stuðningsmanna.
Það er tilvalið að enda þessa afmælisfrétt með boðskap um gleði og samveru:
Komdu og fagnaðu 56 ára afmæli félagsins á Þorrablóti HK næsta föstudag, þann 30. Janúar í Kórnum!
Þetta verður sannkölluð veisla, full af glæsilegum atriðum, happdrætti og glensi. Tilvalið tækifæri fyrir alla HK-inga og stuðningsfólk að hittast og njóta saman.
Til hamingju með afmælið HK-ingar!
Miðasala: HÉR