HK-ingar í A-landsliði karla


A-landslið karla spilar í undankeppni EM 2023.

Við eigum þar nokkra leikmenn í hópnum en það eru þeir Arnar Birkir Björnsson, Lúðvík Már Matthíasson, Kristófer Björn Ólason Proppé, Markús Ingi Matthíasson og Valens Torfi Ingimundarson. 

Liðið er í riðli með Portúgal, Svartfjallalandi og Lúxemborg. Sex leikir samtals, þrír úti og þrír heima. Útileikirnir 3., 10. og 17. ágúst. Heimaleikirnir allir leiknir í Digranesi, en nánari tímasetningar eru eftirfarandi:

Sunnudagur 7. ágúst kl. 15:00 - Lúxemborg 

Sunnudagur 14. ágúst kl. 15:00 - Svartfjallaland

Sunnudagur 21. ágúst kl. 15:00 - Portúgal

Miðasalan er hafin í Stubb appinu. Við hvetjum alla þá sem geta að tryggja sér miða, mæta upp í Digranes og hvetja strákana okkar! 

Það má síðan endilega fylgja strákunum á Instagram,

 www.instagram.com/blaklandslid/

Einnig væri sniðugt að fylgjast með FB síðu og Instagram Blaksambandsins upp á frekari upplýsingar og streymi frá útileikjunum, 

www.facebook.com/blaksamband.islands /

 www.instagram.com/blaksamband/


Gangi ykkur vel strákar og Áfram Ísland!!