HK-ingar í yngri landsliðum Íslands


Landsliðsþjálfarar unglingalandsliða BLÍ hafa valið lokahópa sína fyrir NEVZA mótið sem fram fer í Ikast í Danmörku 18.-20. október. Öll unglingalandsliðin æfðu um helgina í Mosfellsbænum.

U17 landsliðin æfðu ásamt U19 liðunum í stórum æfingabúðum um ný liðna helgi 

Þjálfarar U17 drengja, þeir Massimo Pistoia þjálfari HK og Hafsteinn Valdimarsson og þjálfarar U17 stúlkna, Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Petovöldu hafa nú valið í 12 manna lokahópa.  

HK-ingar eiga flottan hóp fullrúa í báðum liðum en þeir eru eftirfarandi:

Sigurður Kári Harðarson,
Jökull Jóhannsson,
Emil Már Diatlovic,

Heba Sól Stefánsdóttir, 
Lejla Sara Hadziredzepovic, 
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, 
Helena Einarsdóttir, 

Við erum afar stolt af okkar krökkum og viljum óska þeim góðs gengis í þessum verkefnum og til hamingju með árangurinn.

Áfram Ísland, áfram HK!

Í NEVZA mótinu í IKAST verða fjögur lið í hvorum flokki drengja og stúlkna, Danmörk, Færeyjar og Noregur auk Íslands. Leikn verður einföld umferð og einföld úrslit á lokadeginum þann 20. október en hægt verður að fylgjast með gangi mála á Facebook síðu mótsins

Stúlknalið Íslands spilar fyrsta leik gegn Dönum kl. 11.00 mánudaginn 18. október og drengjaliðið svo við Dani kl. 13.00. Síðar um daginn eigast svo við Ísland og Færeyjar í stúlknaflokki, eða kl. 17.00. Sömu lið í drengjaflokki mætast svo kl. 09.00 á þriðjudeginum 19. október en kl. 15.00 þann dag eigast við Ísland og Noregur og drengjaliðin svo kl. 17.00. Úrslitadagurinn er svo 20. október en þá er leikið um bronsið fyrri hluta dags og gullið seinni hluta dags. 

U17 landsliðin munu æfa laugardaginn 16. október og halda síðan til Danmerkur á sunnudagsmorgun. Áætluð heimkoma er á fimmtudagskvöld.

- Bli.is