HK-ingar senda Grindvíkingum hlýja strauma á þessum erfiðu tímum.

HK-ingar senda Grindvíkingum hlýja strauma á þessum erfiðu tímum.
Kórinn hefur verið nýttur sem fjöldahjálpastöð undanfarna daga og hefur sú samvinna gengið vel.
HK-ingar vilja bjóða iðkendum yngri flokka Grindvíkinga að koma á æfingar hjá félaginu endurgjaldslaust á meðan þessum erfiðu tímum stendur.
Æfingatafla fyrir yngri flokka í öllum okkar greinum er að finna á heimasíðunni okkar www.hk.is undir hverri deild fyrir sig.
Við sendum Grindvíkingum baráttukveðjur og bjóðum þá velkomna til okkar.