- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Handknattleiksfélag Kópavogs
- Happdrætti 2025
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tók formlega við starfi framkvæmdastjóra HK þann 1. desember síðastliðinn og markar ráðning hans nýjan kafla í rekstri og uppbyggingu félagsins. Hann tekur við af Söndru Sigurðardóttur, sem lætur af störfum eftir farsælt og öflugt starf.
Sveinbjörn kemur til starfa með víðtæka reynslu úr félagsstarfi, meðal annars sem stjórnarformaður hestamannafélagsins Spretts, auk þess sem hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað á fjármálamarkaði í yfir tvo áratugi. Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður HK, hefur lýst mikilli ánægju með ráðninguna og segir að starfsemi HK sé umfangsmikil og krefjist skýrrar forystu, framsýni og markvissrar stefnumótunar. Fram undan séu stór verkefni, þar á meðal uppbygging stúku og keppnisvallar við Vatnsenda, auk aðgerða til að draga úr brottfalli barna og styrkja nýliðun.
Í viðtali við Kópavogspóstinn ræðir Sveinbjörn fyrstu skrefin í starfi, framtíðarsýn sína fyrir HK og hvernig halda megi áfram að byggja upp eitt stærsta og fjölbreyttasta íþróttafélag landsins.
Fréttina má lesa í heild sinni: Hér