Íþróttaskóli HK

Íþróttaskóli HK

Við leitum að öflugum umsjónaraðila sem hefur brennandi áhuga á að leiða íþróttaskóla HK.

Okkur vantar manneskju í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í íþróttaskóla HK fyrir starfsárið 2023-2024.

Íþróttaskóli HK er fyrir börn á aldrinum 18 mánaða – 5 ára og hefur verið starfræktur hjá HK um árabil.

Í íþróttaskólanum kynnast börnin íþróttum á skemmtilegan
og fjölbreyttan hátt. Börnin þjálfa fín og- grófhreyfingar, jafnvægi, styrk, úthald ásamt líkamsvitund.

Haldin eru tvö 12 vikna námskeið á ári hverju.

Námskeiðið fer fram
á sunnudagsmorgnum í íþróttahúsi Kórsins.

Kennt verður á sunnudagsmorgnum.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Leiðbeina börnum í leik og starfi skólans
Skipulagning á faglegu starfi íþróttaskólans
Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk HK og aðra sem koma að starfi íþróttaskólans.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum
Sýna frumkvæði, gleði og sjálfstæði í starfi og hafa góða færni í mannlegum samskiptum
Reynsla af starfi með börnum er kostur
Hreint sakavottorð
Góð íslenskukunnátta
 

Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst