Kári Tómas framlengir!

Kári Tómas Hauksson
Kári Tómas Hauksson

Kári Tómas Hauksson hefur gert nýjan 2 ára samning við HK.

Kári Tómas hefur gengið í gegnum alla yngri flokka í HK og kom ungur upp í meistaraflokk félagsins og hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægari leikmönnum liðsins

Kári leikur sem hægri skytta og var virkilega öflugur á liðnu tímabili þar sem hann lék alla 22 leiki liðsins í Olísdeildinni og skoraði 72 mörk.

Það er mikið gleðiefni að Kári Tómas hafi endurnýjað samning sinn við HK.

#liðfólksins