Námskeið fyrir öryggisverði og gæslufólk á Laugardalsvelli
KSÍ í samstarfi við UEFA stendur fyrir námskeiði fyrir öryggisverði og gæslufólk sem starfar eða hefur áhuga á að starfa á viðburðum á Laugardalsvelli.
Námskeiðið, sem verður haldið í húsakynnum KSÍ í Laugardal miðvikudaginn 6. ágúst, er haldið fyrir alla þá sem koma að öryggisgæslu á Laugardalsvelli í dag og ekki síður fyrir einstaklinga sem vilja koma að þeirri gæslu í framtíðinni.
Allir sem ljúka námskeiðinu fá vottun frá KSÍ og UEFA með staðfestingu á viðkomandi hafi lokið náminu. Athugið að öll kennsla/fræðsla fer fram á ensku. Kennarar koma allir frá UEFA.
Skráning: nafn/félag/tölvupóstur/símanúmer má senda á: ernakristin@hk.is
Dagskrá:
UEFA Stewards & Joint Training Program
6 August 2025 – Reykjavik
Wednesday 6 August 2025 – Steward training
09:00 – 10:30 Welcome & Module 1 - LLAAR
10:30 – 11:00 Coffee break
11:00 – 12:30 Module 3 – Entry procedures
12:30 – 13:30 Lunch
13:30 – 15:00 Module 4 – Crowd dynamics
15:00 – 15:30 Coffee break
15:30 – 17:00 Module 13 – Egress and evacuation & Closing
KSÍ býður uppá hressingu í kaffipásum og léttan hádegisverð.