Öryggismiðstöðin áfram með okkur í liði!

Öryggismiðstöðin og HK hafa framlengt samstarfið, sem staðið hefur yfir um árabil, til næstu tveggja ára. Öryggismiðstöðin leggur mikið upp úr því í markaðsstarfi sínu að styðja við íþróttafélög. Í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins er í starfsemi þess og stefnu lögð áhersla á þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Eitt þeirra er heilsa og vellíðan og því tónar áframhaldandi samstarf við HK einkar vel saman við það markmið.
 
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis- og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lögð er áhersla á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust. Hornsteinar þjónustunnar er gífurlega öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.
 
Á myndinni má sjá þá Arnór Ásgeirsson, íþrótta- og markaðsstjóra HK og Bjarka Pétursson, sérfræðing í markaðsmálum hjá Öryggismiðstöðinni handsala nýjan samning.