Sebastian Popovic Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson láta af störfum hjá HK eftir lok yfirstandandi tímabils

Sebastian Popovic Alexandersson aðalþjálfari meistaraflokks karla og Guðfinnur Kristmannsson aðstoðarþjálfari og þjálfari ungmennaliðs HK hafa komist að samkomulagi við handknattleiksdeild HK um að framlengja ekki samstarfssamning sem rennur út eftir að yfirstandandi tímabili lýkur. Sebastian og Guðfinnur hafa þjálfað meistaraflokk karla hjá HK síðan árið 2021 með góðum árangri en liðið stendur nú í 10. sæti Olísdeildarinnar með 7 stig. HK þakkar Sebastian og Guðfinni ómetanlegt framlag til félagsins og óskar þeim velfarnaðar.