Slysatryggingar í íþróttum og tómstundum

Kópavogsbær er með tryggingu hjá VÍS sem felur í sér að öll börn undir 18 ára aldri sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða annarri skipulagðri félagsstarfsemi í Kópavogi eru slysatryggð. 

Þeir íþróttamenn sem eru eldri en 18 ára og samningsbundnir félaginu eru jafnframt slysatryggðir hjá félaginu.

Upplýsingar og eyðublöð má nálgast á heimasíðu Kópavogsbæjar undir neðangreindri slóð: 

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/slysatryggingar-i-ithrottum-og-tomstundum

 

HK bendir þeim iðkendum á sem eru orðnir 18 ára og eru ekki á samning hjá félaginu að nýta sína heimilistryggingu, þessir iðkendur eru ekki tryggðir hjá félaginu né Kópavogsbæ.