Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur nú formlega tekið til starfa sem framkvæmdastjóri HK. Með ráðningu hans hefst nýtt kaflablað í rekstri og þróun félagsins, þar sem Sveinbjörn mun leiða áframhaldandi uppbyggingu HK ásamt stjórn og starfsfólki.
Sandra lætur af störfum eftir öflugt og farsælt starf og fær hún bestu þakkir fyrir hennar framlag til HK. Sveinbjörn tekur nú við keflinu og býður
HK Sveinbjörn innilega velkominn og hlakkar til samstarfsins á komandi misserum.
Á myndinni er Árnína, formaður HK, nýr framkvæmdastjóri félagsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, og Sandra, fráfarandi framkvæmdastjóri.