Þjálfaradagur HK fór fram í maí

Þjálfaradagur HK fór fram í maí. Þar komu saman þjálfarar þvert á félagið. Sandra framkvæmdastjóri opnaði daginn og bauð fólk velkomið. Sólveig Norðfjörð frá Kópavogsbæ fór yfir farsældarlögin og Erlingur B. Richardsson kynnti mjög áhugaverðar niðurstöður rannsókna á sérhæfingu í íþróttum. Arnór íþrótta- og markaðsstjóri lokaði svo deginum með stuttu erindi um jákvæð samskipti og mikilvægi samvinnu þjálfara. Dagurinn heppnaðist vel og hlökkum við til að endurtaka leikinn á næsta ári 🔴⚪️