Vilhelm Gauti nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Vilhelm Gauti Bergsveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá HK en hann verður jafnframt aðalþjálfari ungmennaliðs HK.

Vilhelm Gauti lék lengi með HK eða frá árinu 2001. Hann var fyrirliði HK þegar liðið varð Bikarmeistari árið 2003 og Íslandsmeistari árið 2012. Vilhelm Gauti hefur þjálfað lið meistaraflokks kvenna og karla hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins.

Stjórn HK er gífurlega ánægð með að fá jafn öflugan mann og Vilhelm inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla sem spilar í Olís deildinni aftur á næsta tímabili. Vilhelm kemur til með að styrkja okkur í þeirri vegferð sem við erum í að koma HK í fremstu röð í handboltanum.

#liðfólksins