Hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt hertari sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Þær tóku gildi 7. október og eru í gildi til og með 19. október. Þar kemur eftirfarandi fram:

  • Íþrótt­ir ut­an­dyra eru heim­il­ar.
  • Áhorf­end­ur á íþróttaviðburðum ut­an­dyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorf­end­ur skulu bera grímu og sitja í merkt­um sætum. 
  • Íþróttir innandyra fyrir iðkendur fædda 2004 og eldri eru ekki heimilaðar og eru þeir því komnir í frí frá æfingum innandyra til og með 19. október.
  • Íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn fædd 2005 og síðar er heimiluð. Því munu allar æfingar flokka barna fædd 2005 og yngri haldast samkvæmt æfingartöflum, bæði innan og utandyra.
  • Keppnisviðburðir verða ekki leyfðir fyrir iðkendur 2005 og yngri, hvorki innandyra né utandyra.
  • Frístundarúta mun halda áfram sömu áætlun.
  • Iðkendur skulu eftir fremsta megni reyna koma klæddir á æfingar

Foreldrar eru enn ekki leyfðir inni í íþróttamannvirkjunum og þurfa því að bíða fyrir utan þegar börn eru sótt. Það er mikilvægt að fylgja þeim fyrirmælum.

Minnum alla á handþvott og spritt og ef einhverjir finna fyrir einkennum Covid-19 þá eru þeir beðnir um að halda sig heima.