María Tinna og Gylfi Már dansíþróttapar ársins 2019

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Gylfa Má Hrafnsson og Maríu Tinnu Hauksdóttur úr Dansdeild HK sem dansíþróttapar ársins 2019.
Þau hafa átt mjög gott ár sem samanstendur af góðum árangri hér heima á Íslandi sem og erlendis.
Þau eru Íslandsmeistara í ungmenni standard og í ungmennum 10 dönsum, og hafa verið í fjölmörgum úrslitum erlendis á síðasta ári ásamt því að ná afbragðsárangri í flokki fullorðinna nú í Október er þau unnu sér rétt til að dansa inni í The Royal Albert Hall. Einnig lentu í 3. sæti í flokki ungmenna í standard dönsum á opnu heimsmeistaramóti nú í desember. 

Glæsilegur árangur hjá þessu frábæra íþróttafólki.

Innilega til hamingju bæði tvö.