3. flokkur karla Íslandsmeistarar 2022

Í september varð 3.flokkur HK Íslandsmeistari eftir hörkuleik við KA. Liðið fór taplaust í gegnum þriðju og síðustu lotu Íslandsmótsins.
Innilega til hamingju með árangurinn strákar!
 
Þórhallur Dan, þjálfari 3.fl karla
"Við byrjuðum að æfa í byrjun október á síðasta ári.
Þegar við byrjuðum þá þurftum við þjálfarar að leggjast undir feld og finna það út hvernig fótbotlti hentaði þessum strákum.
Og einnig vildum við bæta við það sem við vorum búnir að gera með þeim árið áður.
Við komust að því að við þurfum að láta þá hlaupa meira til þess að geta spilað fótboltann sem við vildum láta þá spila.
Við lögðum á þá ótrúlega mikla vinnu og hlaup á æfingum sem þeir skiluðu með miklum sóma. Það var alveg sama hvað það var sem við þjálfara lögðum fyrir þá þeir leystu það með æðruleysi og fagmennsku án nokkura mótmæla.
Á erfiðustu æfingunni hljóp leikmaður 3 flokks HK 13,7 km og 2700 sprettmetra sem sýnir hvað mikið við lögðum á þá og hvað við kröfðumst mikils af þeim.
Það var nýtt fyrirkomulag hjá 3 flokki í sumar þar sem sumrinu hjá a liði var skipt upp í þrjár lotur.
Fyrsta lotan byrjaði í byrjun mars og þriðja og síðasta kláraðist í lok sept.
22 leikir í þessum 3 lotum.
Í fyrstu lotunni gekk þetta nokkuð vel og lenti HK í 3 sæti og vorum við þjálfarar bara nokkuð sáttir við það þar sem það var ekki búist miklu af þessu liði.
2 Lotan var frekar erfið þar sem við vorum með menn veika og meidda og í fríi þannig að fljótlega fór þessi lota í það að lifa hana af og passa það að falla ekki í b riðil. Það gekk eftir með því að vinna tvo leiki og tapa 5.
Eftir lotu tvö fórum við í æfingarferð til spánar og þar lögðum við þjálfarar niður áætlun um það að hvernig við vildum haga lotu 3. VIð vorum staðráðnir í því að fara með þá eins langt og hægt var. Á spáni voru lögð drög að þvi að verða íslandsmeistar. Við æfðum mjög vel í þessa 7 daga og er þessi ferð lykillinn af því að 3 flokkur HK varð íslandmeistari.
Við byrjuðum lotuna á því að vinna hið geysisterka lið Stjörnunnar 4-0 og það var í raun það sem við þurftum til að sannfæra strákana um að þeir gætu orðið íslandsmeistarar. Leikirnir þar á eftir voru hver öðrum betri og með hverjum sigrinum styttist í takmarkið okkar.
Eftir að við höfðum unnið fyrstu 5 leikina þá áttum við eftir leiki við Víking sem er með eitt sterkasta lið í 3 flokki og svo við bikarmeistara KA.
Við spiluðum í Víkinni og það er upplifun sem við lifum með alla ævi, um 600 manns á vellinum þar sem við lentum undir í fyrrihálfleik en strákarnir sýndu karakterinn sem við þekkjum og þeir komu til baka með tveimur mörkum og við unnum 2-1.
Leikurinn við KA var sennilega erfiðasti leikurinn að spila af þessum 7. Það var svo stutt í það sem við ætluðum okkur en samt svo langt.
Á leikdegi voru það bara strákarnir sem gátu klárað tímabilið fyrir okkur. Ekki okkar besti leikur en það er ekki hægt að segja annað en að strákarnir hafi hlaupið af sér rassgatið og landað titlinum.
Með ástríðu og aga að vopni þá eru þeim allir vegir færir og það hafa þeir svo sannarlega sýnt í sumar og vetur."