Breki Muntaga Jallow skrifar undir samning við HK

Breki Muntaga Jallow hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild HK sem gildir út keppnistímabilið 2022. 

Breki er mjög fljótur kantmaður eða framherji sem er á síðasta ári í 2. flokki en kominn að fullu inn í meistaraflokkshópinn hjá HK.

Við hlökkum til að fylgjast með Breka halda áfram að þróa sinn leik og óskum honum til hamingju með samninginn.

 

 


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR