Chaylyn Hubbard gengur til liðs við HK

 
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Chaylyn Hubbard er gengin til liðs við HK á 2 ára samning.
 
Chaylyn er 23 ára og kemur frá TCU í Bandaríkjunum. Knattspyrnulið skólans er á meðal sterkustu liða í Bandaríkjunum.
Hún er afar fjölhæfur leikmaður og getur leyst margar stöður á vellinum en spilar mest kantstöðurnar.
 
Við fögnum komu Chaylyn sem er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir okkur HK-inga.