Eiður Atli Rúnarsson skrifar undir sinn fyrsta samning við HK

 

HK kynnir ungan og efnilegan - Eið Atla Rúnarsson

Eiður Atli er 19. ára gamall, fæddur árið 2002 og spilar með 2. flokki. Eiður er uppalinn HK-ingur og tekur nú sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins. Hann er einstaklega fjölhæfur leikmaður, getur spilað jafnt sem miðju- og varnarmaður. Vinnusamur og öflugur liðsfélagi! 

Til hamingju Eiður og áfram HK!

 

 


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR