Eyrún Vala í HK!

Eyrún Vala Harðardóttir hefur gengið til liðs við HK og mun koma hennar styrkja liðið mikið fyrir loka átökin í Lengjudeildinni.

Eyrún sem er uppalin í Breiðablik gekk til liðs við Stjörnuna fyrir þetta tímabil og kemur hún til HK á láni út tímabilið. Eyrún er kraftmikill leikmaður sem býr yfir miklum hraða og getur hún spilað á kanti og í bakverði.

 Velkomin í HK Eyrún!