Freyja Aradóttir í HK

Freyja Aradóttir
Freyja Aradóttir

Freyja Aradóttir hefur gengið til liðs við HK.

Freyja er 18 ára leikmaður sem kemur frá Fylki. Hún lék einn leik með Fylki í Pepsi Max deildinni í fyrra.

"Freyja er ungur og efnilegur leikmaður sem er hungruð í að bæta sig og stimpla sig inn í liðið okkar. Hún leikur yfirleitt sem miðjumaður og hefur góða yfirsýn, auk þess sem hún er föst fyrir og mjög öflug varnarlega. Okkur hlakkar til að fá að vinna með henni og væntum mikils af henni í náinni framtíð” segir Jakob Leó Bjarnason þjálfari HK.

Vertu velkomin í HK Freyja!


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR