Glódís Perla Viggósdóttir nýr fyrirliði Bayern München

„Það er auðvitað mikill heiður að vera fyrirliði liðsins inn á vellinum. Ég er mjög ánægð með það. Við erum með marga leiðtoga inn á vellinum og mér finnst það mikilvægt. Ég veit að fyrirliðabandinu fylgir mikil ábyrgð og ég mun gera mitt allra besta," segir Glódís.