Glódís Perla Viggósdóttir verður nýr fyrirliði íslensla kvennalandsliðsins í fótbolta

Glódís Perla tekur við fyrirliðabandinu af Söru Björk Gunnarsdóttur sem ákvað á að leggja landsliðskóna á hilluna á dögunum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Glódís er reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem er að fara á Pinatar mótið seinna í þessum mánuði. Hún hefur þegar leikið 108 landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul.