Henríetta og Hildur Björk í æfingahóp U19

 

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 27 leikmenn frá 14 félögum sem taka þátt í æfingum dagana 17.-19. október. Þær Henríetta Ágústsdóttir og Hildur Björk Búadóttir verða fulltrúar HK í hópnum. 

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ og eru þær liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2023. Ísland leikur þar í fyrstu umferð dagana 8.-14. nóvember og er í riðli með Færeyjum, Litháen og Liechtenstein.

 

Til hamingju með valið og gangi ykkur vel!