HK leikur í Bestu deild karla 2023


HK hefur tryggt sér sæti í Bestu deild karla árið 2023 þrátt fyrir að tveimur umferðum sé ólokið í Lengjudeildinni.

Lið HK hefur staðið sig feiki vel á yfirstandandi keppnistímabili og fullkomnaði gott tímabil í kvöld gegn Fjölni. 

Þjálfari HK, Ómari Ingi Guðmundsson, tók óvænt við liðinu í byrjun maí þegar tvær umferðir voru búnar og hefur náð frábærum árangri með liðið ásamt sínu öfluga þjálfarateymi.

HK langar við þessi tímamót að þakka stuðningsmönnum ogstyrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning.

Helstu styrktarðilar HK eru: BYGG, Arion banki, Raflausnir, Dekkjahúsið, Betra bak, Húsgagnahöllin, Skipaþjónusta Íslands, Bauhaus, Bílaleiga Akureyrar og Macron.

Framundan eru spennandi tímar í Bestu deildinni!

Áfram HK ❤️

Myndaveisla hér: Besta deildin 2023

Ljósmyndari: Hulda Margrét

Ljósmyndari: Hulda Margrét

Ljósmyndari: Hulda Margrét

Ljósmyndari: Hulda Margrét