Ívar Orri og Eiður Atli í æfingahóp U-21

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 3. og 4. nóvember.

Þeir Ívar Orri Gissurarson og Eiður Atli Rúnarsson verða fulltrúar HK í hópnum. 

Æfingarnar fara fram á Víkingsvelli og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir vináttuleik gegn Skotlandi 17. nóvember ytra. Á æfingunum verða aðeins leikmenn sem leika á Íslandi, en lokahópur fyrir leikinn gegn Skotlandi verður tilkynntur síðar.