Jóhann Ingi ráðinn til starfa hjá yngri flokkum HK

 

Barna og unglingaráð HK hefur gengið frá samningi við Jóhann Inga Jóhannsson um þjálfun 3.fl.karla næstu tvö árin.  Jóhann Ingi er íþróttakennari við Salaskóla og með UEFA-A þjálfaragráðu.  Hann hefur þjálfað hjá ÍR síðustu árin, var með 2. fl.karla 2019-2020 og 3.fl.karla 2021-2022. 

Jóhann hefur áður starfað fyrir HK en árin 2014 og 2015 var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfaði 2.fl karla frá 2017 til 2018.

Við bjóðum Jóhann Inga velkominn aftur til starfa fyrir HK!