Kári Jónasson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hefur látið af störfum

 

Kári Jónasson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hefur látið af störfum vegna anna í vinnu.

Kári hefur þjálfað hjá félaginu síðan haustið 2020 þegar hann tók við 2.flokki karla hjá félaginu. Síðasta sumar kom hann svo í teymi meistaraflokks þegar Ómar Ingi tók við meistaraflokki félagsins og aðstoðaði hann sumarið 2022 og svo aftur á nýloknu tímabili.

HK vill þakka Kára kærlega fyrir sín störf fyrir félagið á undanförnum árum.