Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir dómarastjóra

Knattspyrnudeild HK auglýsir eftir dómarastjóra.

Dómarstjóri þarf að hafa reynslu af dómgæslu, hafa skipulagshæfileika og geta unnið sjálfstætt. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með hæfni í mannlegum samskiptum auk þess að hafa metnað í að byggja upp og bæta starfið hjá HK.

Helstu verkefni:

Bera ábyrgð á að manna dómara á heimaleiki yngri flokka knattspyrnudeildar.

Vera í góðum samskiptum við dómara félagsins og vinna í að fjölga í þeim hópi.

Hafa umsjón með dómaranámskeiðum fyrir leikmenn yngri flokka í samvinnu við KSÍ.

Um er að ræða hlutastarf.

Umsókn eða fyrirspurnir sendist á netfangið ragnarg@hk.is

Umsóknafrestur er til og með 1. oktober nk.