Kristín Mcmillan framlengir við HK

Kristín Anítudóttir McMillan hefur endurnýjað samning sinn við HK.
Kristín Anítudóttir McMillan hefur endurnýjað samning sinn við HK.

Kristín Anítudóttir Mcmillan hefur endurnýjað samning sinn við HK til tveggja ára.

Vart þarf að tiltaka hversu frábær tíðindi það eru fyrir HK-inga að Kristín hafi ákveðið að semja áfram við félagið enda svo sannarlega lykilmaður í þeirri góðu vegferð sem kvennalið félagsins er á. Kristín var eftirfsótt af liðum í Bestu deild kvenna en ákvað eftir góða umhugsun að framhaldinu á hennar ferli væri best borgið í HK, sem er auðvitað bara hárrétt!

Kristín hefur leikið 24 leiki fyrir HK og skorað í þeim 1 mark.

Til hamingju Kristín og til hamingju HK-ingar.