Kristján Snær Frostason skrifar undir sinn fyrsta samning við HK


_

HK kynnir ungan og efnilegan - Kristján Snæ Frostason

Kristján er 16. ára gamall varnarmaður. Kristján hefur verið lykilmaður í gegnum yngri flokka HK og er fyrirliði í 3. flokki. 

Kristján er einstaklega vinnusamur og sterkur karakter og öflugur fótboltamaður sem tekur nú sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins og spilaði í dag sínar fyrstu mínútur á stóra sviðinu!

Kristján var á dögunum valinn í landsliðs æfingahóp U16 sem kemur saman dagana 28.-30. apríl nk. og viljum við nýta tækifærið og óska honum innilega til hamingju með þann frábæra árangur!

 

Til hamingju Kristján og áfram HK!


 

  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR