Kristjana Ása Þórðardóttir semur við HK!


Knattspyrnudeild HK hefur samið við Kristjönu Ásu Þórðardóttir

Kristjana Ása er fædd árið 2006. Hún er fjölhæfur varnarmaður sem getur leikið bæði sem miðvörður og bakvörður. Hún er sterk í loftinu og býr yfir líkamlegum styrk sem gerir hana að varnarmanni sem erfitt er að komast framhjá. Hún hefur æft með meistaraflokki félagsins í sumar og hefur staðið sig vel.

Við óskum Kristjönu til hamingju með samninginn og fögnum því að halda henni innan raða HK.

 

Áfram HK!