Lára Einarsdóttir Framlengir

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Lára Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við HK út árið 2024.

Lára er öflugur varnarmaður sem kom til félagsins í fyrra og hefur leikið tvö tímabil  í HK treyjunni. Hún býr yfir mikilli reynslu en hún á að baki alls 276 leiki í meistaraflokki.

Við HK-ingar fögnum því að Lára taki slaginn með okkur næstu tvö árin en hennar reynsla og yfirvegun í vörninni er ótrúlega mikilvæg fyrir ungan hóp sem ætlar sér stóra hluti á næstunni.

Til hamingju með samninginn Lára.
Áfram HK!