María Hlín Ólafsdóttir semur við HK!


Knattspyrnudeild HK hefur samið við Maríu Hlín Ólafsdóttir

María Hlín er fædd árið 2005. Hún er sóknarsinnaður leikmaður sem getur leikið allar stöður á miðjunni en kann best við sig í holunni fyrir aftan sóknarmann. María er leikin með boltann og býr yfir mjög góðum leikskilningi. Hún hefur æft með meistaraflokki félagsins í sumar og hefur staðið sig vel.

Við óskum Maríu til hamingju með samninginn og fögnum því að halda henni innan raða HK.

 

Áfram HK!