Ragnheiður Kara framlengir við HK

Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir hefur skrifað undir nýjan samning við HK. Samningurinn gildir út árið 2022.

Ragnheiður er 22 ára gömul og er uppalin hjá félaginu. Hún er fljótur og áræðinn kantmaður sem hefur leikið 71 leik fyrir meistaraflokk HK og skorað í þeim 13 mörk.

Við óskum Ragnheiði til hamingju og fögnum því að halda henni innan raða HK.

Áfram HK!