Rakel Lóa og María Sól í HK!


 Meistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni umferðina í Lengjudeildinni.
 
Þær Rakel Lóa Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir koma báðar á láni frá Stjörnunni og hafa báðar fengið leikheimild.
 
María Sól er sóknarmaður og hefur spilað 65 leiki fyrir Stjörnuna og Grindavík í efstu deild
 
Rakel Lóa er komin á nokkuð kunnuglegar slóðir en hún er dóttir Brynjars Björns Gunnarssonar fyrrum þjálfara mfl.KK. Rakel Lóa er fjölhæfur leikmaður sem spilar yfirleitt í hægri bakverði var lykilmaður í Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra áður en hún skipti yfir í Stjörnuna eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Rakel spilað 55 leiki í meistaraflokki.
 
Við bjóðum Rakel Lóu og Maríu Sól velkomnar í HK!