Sigurbergur Áki á lán í HK

Velkominn Sigurbergur Áki 

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Sigurbergur Áki Jörundsson er genginn til liðs við HK á láni frá Stjörnunni og mun hann leika með HK út þetta tímabil.

Sigurbergur (Beggi) er 19 ára (2004) og er uppalinn hjá Stjörnunni en hann spilaði með Gróttu í Lengjudeildinni á seinustu leiktíð. 

Beggi er flott viðbót við hópinn og mun hann styrkja liðið fyrir lokasprettinn í Bestu Deildinni. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í HK.

 Áfram HK!