Tveir ungir strákar skrifa undir samning


Fyrir stuttu skrifuðu þeir Magnús Arnar og Róbert undir sínu fyrstu samninga við HK.

Orð Þórhalls Dan, þjálfara strákanna:

Magnús Arnar Pétursson er uppalinn í HK. Hann er grjótharður varnarmaður . Hann getur leyst allar stöður í varnarlínunni en jafnframt getur hann leyst stöður á miðjusvæðinu. Hann hefur góða yfirsýn og góða sendingagetu sem er einstaklega gott fyrir nútíma varnarmann að hafa í sýnu vopnabúri.

Magnús hefur verið okkar fulltrúi í yngrilandsliðsúrtökum.
 

  

Róbert Luu er einnig uppalinn í HK en skipti yfir í Breiðablik í tvö ár. Hann kom aftur til okkar fyrir 3 árum síðan. Hann er miðjumaður og hefur síðan hann kom tekið miklum framförum. Hann er góður á boltann og hefur mikla hlaupa- og sendingagetu.
Róbert er útsjónasamur og duglegur. Hann getur spilað nokkarar stöður á vellinum en besta staða hans er á miðjunni. Hann er með einstaklega mikla fótboltagreind og er vel liðinn í hópnum. 
 
 
Við hlökkum til að fylgjast með strákunum og óskum þeim góðs gengis í boltanum.