Valgeir Valgeirsson leikur með HK í sumar!


_
 
Það er mikill fengur fyrir lið HK að fá Valgeir aftur til sín. Í fyrrasumar áður en Valgeir var lánaður til Brentford hafði hann farið á kostum, skoraði 4 mörk og lagt upp 5 í 15 leikjum. Í lok sumars var hann kosinn besti leikmaður HK af liðsfélögum sínum.
Valgeir sem er aðeins 18 ára snýr aftur til HK í byrjun maímánaðar þegar lánssamningi milli HK og Brentford lýkur.
 
 
Við bjóðum Valgeir hjartanlega velkominn heim!